Hafnareyri hefur flutt verkstæði sitt á Hlíðarveg 2 (Fiskiver). Á verkstæðinu starfa um 25-30 starfsmenn við hin ýmsu störf. Boðið var til opnunarteitis á föstudaginn hjá Hafnareyri.
Á efri hæð hússins er vinnslusalur, trésmíðaverkstæði, lager og nýtt og glæsilegt starfsmannarými. Á neðri hæðinni verða vélaviðgerðir, grófari vinna og geymsla.
Hafnareyri er ekki bara með verkstæði heldur býður uppá löndunar- og ísþjónustu. Kleifarfrost frystigeymslan á Eiðinu er rekin af Hafnareyri. Þar komast um 10.000 bretti í geymslu í einu fullkomnasta rekkakerfi heims. Hafnareyri er því alhliða þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn með um 45 starfsmenn í vinnu á hverjum degi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst