Háir vextir, verðbólga og samgöngur efst á baugi
Kristrún og Jóhann Páll tóku púlsinn á Eyjamönnum
8. september, 2024
DSC 1103
Frá fundinum á Tanganum. Kristrún Frostadóttir með orðið. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Jóhann Páll Jóhannsson alþingismaður héldu opinn fund í Eyjum í gær. Undanfarna daga hefur Kristrún ferðast um landið ásamt þingmönnum flokksins og efnt til 18 opinna funda um húsnæðis- og kjaramál.

Kappsmál hjá okkur að opna málefnastarfið

„Vestmannaeyjar eru góður fundarstaður og það er alltaf gaman að koma og taka púlsinn á Eyjamönnum,“ segir Kristrún í samtali við Eyjafréttir. Háir vextir og verðbólga voru ofarlega á baugi en einnig var töluvert rætt um samgöngur.

„Það hefur verið kappsmál hjá okkur að opna málefnastarf Samfylkingarinnar upp á gátt þannig að fólk um allt land geti tekið þátt í að leggja grunn að áherslum og forgangsröðun flokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.

Hlökkum til að kynna afrakstur vinnunnar

„Heilbrigðismálin voru í forgrunni í fyrra, svo atvinna og samgöngur síðasta vetur og nú erum við að taka húsnæðis- og kjaramálin föstum tökum,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður sem var með Kristrúnu á fundinum og leiðir stýrihóp flokksins um húsnæðis- og kjaramál.

„Við erum meðal annars að kortleggja hvernig megi leiðrétta markaðsbresti á húsnæðismarkaði og styðja betur við fyrstu kaupendur. Svo eru almannatryggingarnar stór þáttur í þessari vinnu. Þar viljum við stíga afgerandi skref til að tryggja að eldra fólk njóti ríkari ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði um langa ævi. Við hlökkum til að kynna afrakstur vinnunnar í október.” segir Jóhann Páll.

Spontant útifundur í kjölfarið

Hér að neðan eru myndir frá fundinum sem og frá spontant ‚útifundi‘ sem Kristrún átti með Félagi skipa- og bátaáhugamanna, en sá félagsskapur var í heimsókn í Vestmannaeyjum og vildi ná spjalli við Kristrúnu. Að sjálfsögðu bauðst svo Kristrúnu að halda á lundapysju líkt og sjá má á myndum hér að neðan.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst