
Fyrir utan veðrið og fjölda klukkustunda þar sem dagsbirtan lætur sjá sig, er janúar sennilega mest spennandi mánuður ársins í Vestmannaeyjum.
Um leið og landsliðið í handbolta byrjaði Evrópumótið þá hófst á sama tíma loðnumæling á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar og útgerða.
Við eigum jú Elliða sem lykilmann á handboltavellinum, Kára Kristján í Stofunni með handboltaspjallið og Heimaey VE‑1 í loðnuleiðangrinum.
Sjálfur fór ég í góðum hópi Íslendinga út til Svíþjóðar til að styðja strákana og hjálpa til við að koma þeim upp úr riðlinum—og fullyrði að ég hafi haft áhrif á dómara í einum leiknum sem hafði afgerandi áhrif á gang leiksins. Það er bara þannig. Samvinna Eyjamanna skilar árangri, sama hvort hún sé á sjó, í stúkunni eða inni á vellinum.
Um það bil sem milliriðlar fóru í gang, þá samþykktu Sjálfstæðismenn í Eyjum að prófkjör yrði leiðin til að velja á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Bæjarfulltrúar sjálfstæðisflokksins hafa unnið á kjörtímabilinu í minnihluta, og það verður að segjast eins og er að það er svipuð stemming í því eins og að vera á varamannabekk í handbolta. Engu að síður þarf að halda áfram og hafa trú á framtíðina.
Á sama tíma hefur þetta kjörtímabil kennt okkur margt. Ég tel að við höfum áunnið okkur traust bæjarbúa, ekki síst vegna þess að traust hefur aukist á milli bæjarfulltrúa þvert á flokka. Þessi samvinna hefur skilað sér í betri ákvarðanatöku og sterkari stjórn bæjarins. Það er grunnurinn sem við ætlum að byggja á fyrir komandi kosningar.
Núna stendur yfir mikilvæg vinna við að opna dyrnar, hvetja fólk sem hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum til að stíga fram, taka þátt í prófkjörinu eða bjóða sig fram til starfa innan Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum fólk sem hefur metnað, hugmyndir og hjarta fyrir bæjarfélaginu.
Í mínum huga eru spennandi vikur framundan í Eyjum, þar sem loðnukvótinn hefur verið fjórfaldaður frá fyrstu úthlutun fyrr í vetur og Elliði og félagar komnir í undanúrslit evrópumótsins í handbolta.
Nú erum við á tímapunkti þar sem bæði handboltinn og loðnan minna okkur á að árangur kemur ekki af sjálfu sér. Hann kemur þegar fólk leggur hönd á plóg, treystir hvert öðru og horfir í sömu átt. Það sama gildir um sveitarstjórnarmálin í Eyjum. Við höfum fengið að spila nokkra erfiða leiki í minnihluta, en höfum sýnt að við mætum til leiks, stöndum í lappirnar og styðjum verkefni sem eru bæjarfélaginu til heilla.
Framundan er prófkjör sem skiptir máli—ekki bara fyrir flokkinn heldur fyrir bæinn okkar. Þetta er rétti tíminn fyrir nýtt fólk að stíga fram, fólk sem vill vinna með okkur, takast á við stóru málin og byggja upp sterkara samfélag.
Eyþór Harðarson
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.