HEIM Á NÝ - Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum
grindavik_loftmynd_grindavik_is
Grindavíkurbær. Ljósmynd/Grindavik.is

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. –  Hugsum okkur fólkið í Grindavík,  sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unað sér þar með vinum og fjölskyldum. –  Allt í einu er allt lífið sett á hvolf. – Við sem áttum okkar heimili og samfélag í Eyjum,  þegar Heimaeyjargosið setti allt okkar líf á hvolf, höfum eflaust mörg hver endurupplifað það, þegar hamfarirnar í Grindavík hófust, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Grindvíkingar þurftu  að yfirgefa heimili sitt í Grindavík, sinn vinahóp, vinnuna, samfélagið sitt.  Óvissan um næstu framtíð er kannski verst. Fjárhagur margra og sálarheill í uppnámi.  – Þetta skiljum við Vestmannaeyingar eftir svipaða upplifun í Eyjagosinu. En þá  stóðum við ekki ein. Mikil samkennd tók á móti okkur, strax á bryggjunni í Þorlákshöfn. Móttökur og viðmót sem við seint getum þakkað.

Ástandið í Grindavík og andleg og veraldleg líðan íbúanna þar, snertir mann, kannski meira en ella eftir okkar lífsreynslu og vanlíðan í Heimaeyjargosinu.

Margir hafa nú þegar lagt  Grindvíkingum lið, með ýmsum hætti, hvort sem er með fjárstuðningi  eða öðrum hætti. – Við Vestmannaeyingar eigum líka skuld að gjalda fyrir stuðninginn í Heimaeyjargosinu, sem við seint getum fullþakkað.

Nokkur hópur Eyjafólks hefur staðið fyrir fjársöfnun  til handa  Grindvíkingum og hafa mörg fyrirtæki í Eyjum  lagt þeirri söfnun lið með fjárframlögum.

Næsta föstudag, 3. maí kl. 20.00 verður tónlistarveisla í Höllinni, undir yfirskriftinni: HEIM Á NÝ.  Þar mun tónlistarfólk úr Eyjum og víðar, bjóða uppá styrktartónleika fyrir  Grindvíkinga.,- og rennur  allur inngangseyrir óskertur til Grindvíkinga.

Ástæða er til að hvetja fólk til að fjölmenna í Höllina á föstudagskvöldið og þótt viðkomandi geti ekki komið, að taka þátt með því að kaupa miða.

– Miðasala er á Tix.is – í Tvistinum og á Kletti. – Miðaverð er kr. 5.000, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Heim á ný

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.