Heimildarmyndir um komu vatnsins og vatnsleysið í Eyjum.
Hópurinn á bakvið dagskrár og blaðs til að minnast þessa merka atburðar. Frá vinstri, Ívar Atlason, Stefán Ó. Jónasson, Ómar Garðarsson, Arnar Sigurmundsson og Kári Bjarnason.

Á morgun föstudaginn 12. október kl. 17.15 – 18.00 verða sýndar tvær heimildarmyndir í Einarsstofu í Safnahúsinu um undirbúning og lagningu fyrstu vatnsleiðslunnar til Eyja í júlí 1968 og var myndin gerð af NKT framleiðenda vatnsleiðslanna til Eyja.  Myndin er nú komin með íslenskum texta og er 20 mín. Þá verður einnig sýnd mynd RÚV frá 1968 um vatnsleysið og vatnsbyltinguna í Eyjum 1968 undir stjórn Magnúsar Bjarnfreðsson þáv. fréttam.  og er hún 22 mín.  Þennan dag 12. október  fyrir 50 árum var vatni hleypt í fyrsta skipti á bæjarkerfið í Eyjum og skrúfaði Einar Guttormsson yfirlæknir á Sjúkrahúsi Vm.var( síðar Ráðhúsi Vm.)  frá krananum. Með þessum sýningum lýkur formlegri kynningu sem samanstóð af blaðaútgáfu, opnumálþingi og nú kvikmyndasýningu  á þeim gríðarlegu breytingum  sem vatnsbyltingin hafði á allt samfélagið  – fólk og fyrirtæki fyrir réttri hálfri öld .

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.