Heimir Hallgrímsson kom karlalandsliði Jamaíka í átta liða úrslit Þjóðadeildarinnar eftir sigur á Kanada 3:2 í nótt. Kanada vann fyrri leikinn 2:1 og endaði einvígið 4:4 en Jamaíka fer áfram á fleiri mörkum á útivelli.
Með þessum úrslitum er Jamaíka komið í lokakeppni Ameríkubikarsins, Copa America, en liðin sem komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, komast í lokakeppnina ásamt tíu þjóðum frá Suður-Ameríku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst