Heimsmet sett í pysjuvigtun um helgina
mynd: facebook/SaeheimarAquarium

Þeir voru ófáir pysjubjörgunarmennirnir á ferli síðustu daga enda pysjutíminn í hámarki.

Tvívegis var slegið heimsmet í fjölda vigtaðra og vængmældra pysja í pysjueftirliti Sæheima. En eftirlitið er á nýjum stað í ár. Í “Hvíta húsinu” að Strandvegi 50, gengið inn baka til.

Á fimmtudaginn var komið með 472 pysjur sem er mesti fjöldi síðan mælingar hófust árið 2003.
En metið stóð ekki lengi því á sunnudaginn komu hvorki meira né minna en 532 pysjur á vigtina. Þá kom Jón Ólafur Sveinbjörnsson einnig með þyngstu pysju ársins, hingað til, og vóg hún 368 grömm.

Í heildina hafa því verið mældar og vigtaðar 2755 pysjur. Á sama tíma á síðasta ári voru þær 3533 en þá urðu þær í heildina 4812 og er metár.

Opið er frá kl. 13 til 18 alla daga í pysjueftirlitinu að Strandvegi 50. En þar til þar opnar kl. 13 er hægt að koma með pysjur í Sæheima.

Nýjustu fréttir

„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.