Herdís Gunnarsdóttir verður nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Kristján �?ór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda og var önnur tveggja sem metnir voru hæfastir.

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu annast þriggja manna nefnd hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana og má engan skipa til starfa nema nefndin hafi talið hann hæfan. Í umsögn hæfnisnefndar um Herdísi segir að hún uppfylli mjög vel skilyrði auglýsingar um menntun. Hún hafi verið stjórnandi á klínísku sviði um árabil og verið leiðandi í ýmsum vísinda-, þróunar- og umbótaverkefnum á Landspítala í nokkur ár. Hún hafi góða yfirsýn yfir heilbrigðismál og menntun heilbrigðisstétta og skýra sýn á stefnu stjórnvalda og skipulag þjónustunnar.

Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.