Vestmannaeyjaferjan Herjólfur tók niðri við Landeyjahöfn í gær. Ekki mun vera óalgengt að sandöldur neðan yfirborðs sjávar myndist utan hafnargarðsins.
Mbl.is greinir frá.
Að sögn �?lafs Williams Hand, forstöðumanns kynningar- og markaðsdeildar, tók ferjan niðri þegar hún var á siglingu út úr höfninni. Háfjara var þegar þetta var og sjávarstaða því lág en veður með besta móti.
�?lafur segir skipstjóra Herjólfs hafa metið það svo að ekki væri nein hætta á ferðum. Engu að síður var til öryggis kafað undir skipið þegar það kom til hafnar í Vestmannaeyjum. �?lafur segir að það komi fyrir að Herjólfur strjúkist við sand í botninum.