Herjólfsdeilan á borð ríkissáttasemjara

Lítið gengur í samningaviðræðum Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. Sáttafundinum, sem haldin var í gærmorgun, lauk með ósk eftir aðkomu ríkissáttasemjara til að leiða viðræðurnar.

Kjaradeilunni var fyrst vísað til ríkissáttasemjara í febrúar en lítið var um fundi á þeim vettvangi samkvæmt Jónasi Garðarssyni, formanni samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Þrjár vinnustöðvanir voru svo boðaðar í júlí en viðræðuáætlun milli deiluaðila var samþykkt áður en til þeirrar þriðju kom.

„Menn eru bún­ir að funda í tvígang um hana og niðurstaðan er sú að menn ná ekki sam­an á þeim grund­velli þannig að rík­is­sátta­semj­ari þarf að koma að mál­um og leiða menn í gegn­um þetta,“ seg­ir Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf., í sam­tali við mbl.is.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.