Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum í læri og hann verður ekki með Portsmouth í kvöld þegar liðið mætir nýliðum Birmingham á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann tognaði á læri í æfingaleik með Portsmouth rétt fyrir mót og er sárt saknað Portsmouth-liðinu.