Annað kvöld heldur Síldarútvegsnefnd ÍBV herrakvöld í Týsheimilinu þar sem boðið verður upp á mikla veislu í mat og drykk og öflugri skemmtiatriðum en menn eiga að venjast, m.a.s. í Vestmannaeyjum. Glæsilegir vinningar eru í boði og haldið verður uppboð á verkum helstu listamanna nútímans. Þá mun Heimir þjálfari kynna ÍBV-liðið og ræðumaður kvöldsins er Páll Magnússon, útvarpsstjóri. Við innganginn verða Beddi á Glófaxa og Huginn á Hugin og kynna séneversíld úr Vestmannaeyjahöfn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst