Það er af sem áður var, að störf í sjávarútvegi séu einhæf eða einsleit, í dag eru þau allt annað en það! Við tókum nokkrar konur tali sem hafa unnið í fiskvinnslu í skemmri eða lengri tíma í Vestmannaeyjum og komumst að því að störfin eru bæði mörg og fjölbreytt og að starf innan stöðvanna getur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina.
Birgitta Ósk Valdimarsdóttir, 30 ára.
Fjölskylduhagir og Eyjatenging? Sigurbergur Sveinsson maki og saman eigum við tvo drengi, Svein Sigurbergsson 4 ára og Gest Dan Sigurbergsson 2 ára. Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og finnst hvergi betra að vera.

Birgitta vinnur hjá Vinnslustöðinni sem gerir út átta skip, þar af eru fjögur nóta- og togveiðiskip. Meginstarfsemi félagsins er í Vestmannaeyjum. Einnig er félagið með starfsemi í dótturfélögum víða um heim, mest sölustarfsemi en þó einhverja framleiðslu líka. Má þar nefna lönd eins og Portúgal, Þýskaland, Japan og Frakkland. Nýtt uppsjávarhús fyrirtækisins opnaði árið 2016 og er búið nýjasta tækjabúnaði. Bolfiskvinnsla fyrirtækisins er í eldri hluta VSV en þar er nær eingöngu verið að verka saltfisk, karfa og lítið magn er unnið í ferskt eða lausfryst. Með tilkomu nýja uppsjávarhússins og nýju skrifstofunnar samtengjast eldri byggingin og nýja. Fiskimjölsverksmiðjan er svo staðsett við hlið uppsjávarhúss.
Þitt hlutverk innan fyrirtækisins í dag? Í dag starfa ég sem gæðastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Hversu mörg starfsár að baki hjá fyrirtækinu? Ég var ráðin í september 2021 í hlutastarf með náminu, en ég lærði Sjávarútvegsfræði í Háskólanum á Akureyri. En í maí 2022 var ég ráðin gæðastjóri.

Hver er stærsta breytingin sem hefur orðið í greininni á þeim tíma sem þú hefur starfað? Síðan ég byrjaði af alvöru í gæðamálum þá er helst að nefna að kröfurnar eru sífellt að aukast og verða meiri og ítarlegri. Heldur manni á tánum alltaf eitthvað nýtt að huga að.
Hvernig lítur hefðbundinn vinnudagur út hjá þér? Hann hefst á morgunfundi kl. 08 eftir að ég skutla strákunum á leikskólann. Síðan tekur við tölvuvinna. Tek svo rölt niðrí uppsjávar- og botnfiskvinnslu og fylgist með. Er svo á hlaupum niðri í vinnslu og uppá skrifstofu eða að sinna öðrum málum í dótturfyrirtækjum Vinnslustöðvarinnar. Enginn dagur er eins sem gerir þetta að mjög skemmtilegu og fjölbreyttu starfi.
Eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Mæli með sjávarútvegsfræðinni í Háskólanum á Akureyri. Krefjandi og skemmtilegt nám sem býður uppá mikla og fjölbreytta atvinnumöguleika að námi loknu.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.