Hlaðvarp um viðgerðina á Vestmannaeyjastreng

Landsnet heldur úti áhugaverður hlaðvarpi þar sem markmiðið er að fjalla um allt á milli himins og jarðar sem viðkemur flutningskerfinu og um þau mál sem eru í brennidepli í orkugeiranum hverju sinni.

Í nýjum þætti í Landsnetshlaðvarpinu er sagan af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum. Um þáttinn segir í lýsingu. “Þann 30. janúar 2023 kom upp bilun á Vestmannaeyjastreng 3, sæstrengnum sem liggur frá Rimakoti og út Eyjar. Í upphafi óraði engan fyrir því að fram undan væri ríflega hálft ár þar til strengurinn væri kominn aftur í rekstur. Okkar fólk var ótrúlega lausnamiðað þegar kom að undirbúningi, viðgerðinni og að halda ljósunum á eyjunni logandi allan tímann. Til að segja okkur söguna af af viðgerðinni fengum við þá Þórarinn Bjarnason fyrirliða reksturs lína og Helgi Bogason forstöðumann aðfangastýringar að hljóðnemanum í Landsnetshlaðvarpinu en þeir spiluðu báðir stórt hlutverk í sögunni.”

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.