Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.
Þetta segir í yfirferð Veðurstofunnar yfir tíðarfar í janúar.
Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,0 stig. Lægstur var meðalhitinn við Sátu norðan Hofsjökuls, -7,2 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -6,2 stig.
Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,1 stig á Sauðanesvita þ. 8. Mest frost í mánuðinum mældist -24,9 stig á Sauðárkróksflugvelli.
Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Að tiltölu var kaldast á Austurlandi en hlýrra á vestari hluta landsins. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,2 stig á Skarðsheiði en neikvætt hitavik var mest -1,9 stig á Eskifirði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst