Hlýjast í Surtsey
surtsey_ads
Surtsey. Ljósmynd/aðsend

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Umhleypingasamt veður einkenndi síðasta hluta mánaðarins. Samgöngur riðluðust talsvert vegna hríðarveðurs og einhvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga.

Þetta segir í yfirferð Veðurstofunnar yfir tíðarfar í janúar.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 3,0 stig. Lægstur var meðalhitinn við Sátu norðan Hofsjökuls, -7,2 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -6,2 stig.

Hæsti hiti mánaðarins mældist 14,1 stig á Sauðanesvita þ. 8. Mest frost í mánuðinum mældist -24,9 stig á Sauðárkróksflugvelli.

Janúar var tiltölulega kaldur og hiti var undir meðallagi á mest öllu landinu. Að tiltölu var kaldast á Austurlandi en hlýrra á vestari hluta landsins. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 0,2 stig á Skarðsheiði en neikvætt hitavik var mest -1,9 stig á Eskifirði.

Allt yfirlitið má lesa hér.

Nýjustu fréttir

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.