Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta sl. nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar og þurftu tveir að gista fangageymslur vegna þess. Þetta kemur fram í stöðu-uppfærslu lögregluembættisins á facebook. Þar segir enn fremur að tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp en um að ræða neysluskammta. Þá voru þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu sl. nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst