Hörður Orri nýr formaður ÍBV
hordur_orri_tm
Hörður Orri Grettisson. Eyjar.net/TMS

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags var haldinn í kvöld. Þar bar hæst formannsskipti hjá félaginu. Áður hafði Sæunn Magnúsdóttir, formaður aðalstjórnar tilkynnt um að hún hygðist láta af formennsku hjá félaginu.

Á fundinum var Hörður Orri Grettisson kjörinn nýr formaður aðalstjórnar. Hörður þekkir ágætlega til innan félagsins en hann var áður framkvæmdastjóri félagsins auk þess að sitja í þjóðhátíðarnefnd. Þá kemur Valur Smári Heimisson einnig nýr inn í stjórn.

Ný aðalstjórn er þannig skipuð: Hörður Orri, Bragi Magnússon, Örvar Omrí, Kristín Laufey Sæmundsdóttir og Valur Smári Heimisson. Varamenn: Þóra Guðný Arnardóttir og Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir.

Að sögn Ellerts Scheving Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV var fundurinn með rólegasta móti og ekkert utan hefbundinna atriða samþykkt á fundinum.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.