Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark

Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár.

Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af norðanverðum Vestfjörðum dagana 27. febrúar til 2. mars. Þessar athuganir gefa til kynna að loðnan sem mældist út af Húnaflóa 12.-21. febrúar sé nú á göngu vestur fyrir land. Gert er því ráð fyrir að hún muni hrygna þar, en ekki fyrir norðan land líkt og var forsenda fyrri ráðgjafar um að veiðar fari fram fyrir norðan land.

Heildaraflamarkið er hinsvegar óbreytt frá fyrri ráðgjöf, eða 459 800 tonn.

Hlekkur á ráðgjöf loðnu og tækniskjal.

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.