Hugleiðingar kokksins á Álsey VE
22. september, 2014
Góður gangur í engu netsambandi.
Við endurheimtum Jón skipstjóra sem þeir á Júpíter fengu aðeins að láni frá okkur. �?á erum við komnir aftur í samband við umheiminn og á leið í land með fullt af síld með smá makrílívafi. �?etta gekk ljómandi vel og við fengum fín fjögur höl sem gera samtals um 590 tonn. Uppistaðan er stór og falleg síld í smá bland við stóran og stinnan makríl.
En svona birtist okkur fréttir dagsins, einn orðinn afi í hópnum, ennþá gos og skjálfti. Svo mátti sjá að úrslit úr enska boltanum um helgina voru AFANUM í hópnum býsna góð þar sem Arsenal vann sinn leik meðan aðrir gerður það bara alls ekki. En í raun ekkert svo sem mikið um óvænt úrslit, jú auðvitað að mínir menn hafa fengið ljótan skell á móti West Ham á laugardag en annað nokkuð eftir bókinni þessa helgi svona fljótt á litið. Eða er kannski allt eftir bókinni?? því ekki hafa mínir staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar og leikir liðsins alls ekki í takt við það sem maður vonaði. Nema auðvitað á móti Spurs sem var vel spilaður góð úrslit eftir því, en það er auðvitað ekki margtækt þetta var jú Spurs.
En gott �??tapað/ unnið�?? stig hjá IBV í gær eða hvernig sem á það er litið og hver þróunin var í þeim leik þá hefði ég alltaf tekið eitt stig fyrir leikinn. �?etta stig hjálpar liðinu í framhaldinu. En nóg um þetta við verðum á �?órshöfn eftir miðnætti í kvöld, svo síldarævintýrið heldur áfram og næg vinna á höfuðstað norðausturlands framundan.
Yfir og út frá Álsey á landleið.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst