ÍBV að þétta raðirnar í fótboltanum

Þeir Dwayne Atkinson og Richard King eru gengnir í raðir ÍBV frá þessu er greint á vefnum forbolti.net. Báðir koma þeir frá heimalandinu Jamaíku. Þeir skrifa undir samninga út tímabilið og er ÍBV með möguleika á að framlengja þá samninga. King er 21 árs gamall varnarmaður sem hefur leikið ellefu landsleiki (samkvæmt Transfermarkt) fyrir Jamaíku og Atkinson er tvítugur sóknarsinnaður miðjumaður sem á þrjá landsleik að baki. Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíku.

Báðir voru leikmennirnir síðast hjá Cavalier FC í efstu deild á Jamaíku.

Oliver Heiðarsson framherji FH er að öllum líkindum að ganga í raðir ÍBV. Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur FH samþykkt kauptilboð ÍBV í sóknarmanninn. Oliver sem er fæddur árið 2001 skoraði fimm mörk í 31 leik fyrir FH í deild og bikar á síðustu leiktíð.

ÍBV er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni en liðið vann öflugan sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á sunnudag.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.