Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV.
Þar segir jafnframt að Þorri sé nú þegar kominn til ÍBV og hefur tekið þátt í sínum fyrsta leik með ÍBV, þegar liðið heimsótti Framara. Þorri sem er 18 ára hefur leikið vel með 2. flokki Víkings síðustu ár. Þorra er ætlað að styrkja og breikka leikmannahóp meistaraflokks karla fyrir áframhaldandi átök í Bestu deildinni. Knattspyrnuráð býður Þorra velkominn til Vestmannaeyja og hlakkar til samstarfsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst