Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2 jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði Tiago Manuel Da Silva Fernandes fyrir fram á 52. mínútu. ÍBV jafnaði leikinn á 80. mínútu en þar var á ferðinni Sverrir Páll Hjaltested hann kom svo ÍBV yfir 5 mínútum seinna og þannig var staðan þar til mínúta var liðin af uppbótar tíma og Framarar jöfnuðu leikinn. Annan leikinn í röð þarf ÍBV að sætta sig við að fá á sig svekkjandi jöfnunar mark á lokamínútum leiksins. Umferðin klárast svo með tveimur leikjum á morgun en ljóst er að staða ÍBV er nokkuð snúin þegar þrjár umferðir eru eftir. Næsta verkefni ÍBV er að fara norður og etja kappi við KA á fimmtudag.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.