Í bók Víðis Sigurðssonar íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu, Íslensk knattspyrna 2025 er að finna áhugaverðar greinar þar sem ÍBV karla og kvenna í meistaraflokki koma við sögu auk yngri flokkanna. Karlarnir héldu sæti sínu í Bestu deildinni og konurnar endurheimtu sæti sitt eftir tvö ár í Lengudeildinni.

Þeir voru nokkrir hápunktarnir hjá köllunum, m.a. sigur karlanna á Val á Hásteinsvelli. „Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals með ótrúlega öruggum sigri á Hásteinsvelli, 4:1, og sköpuðu sér hvert marktækifærið á fætur öðru. Staðan var orðin 2:0 eftir 18 mínútur en Valsmenn áttu þó tvö sláarskot í fyrri hálfleik,“ segir um leikinn í bókinni og mynd af Alex Frey Hilmarssyni fyrirliða ÍBV fagna eftir að hafa skorað fyrsta markið gegn Val.

„ÍBV leikur á ný í Bestu deild kvenna árið 2026 eftir tveggja ára fjarveru og hafði umtalsverða yfirburði í 1. deildinni 2025. Nýtt og sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur kom verulega á óvart með því að ná öðru sætinu og fylgir Eyjakonum upp í deild þeirra bestu. Grindavík/Njarðvík vann ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar í byrj un maí og þar með höfðu Eyjakonur tapað sínum eina leik. Þær unnu sextán leiki og gerðu eitt jafntefli í þeim sautján leikjum sem eftir voru og ljóst varð upp úr miðju sumri að þær yrðu ekki stöðvaðar,“ segir um glæsilega framgöngu kvennanna í sumar.
Þær fá líka heila síðu í bókinni þar sem þær fagna titlinum, Lengjudeildarmeistarar 2025. Í myndartexta eru nöfn allra leikmanna, þjálfara og starfsfólks og ýmsar áhugaverðar upplýsingar um liðið.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst