ÍBV mætir FH í undanúrslitum
19. apríl, 2023

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í sumarfrí í gærkvöldi. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24. Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika fimmtudaginn 4. maí. Vegna landsleikja í næstu viku verður gert hlé á úrslitakeppninni fram yfir mánaðamót.

Leikmenn Stjörnunnar mættu Eyjamönnum af fullum þunga í fyrri hálfleik. Leikmenn ÍBV voru eins og slegnir út af laginu og náðu sér engan veginn á strik. Ekki hjálpaði þeim heldur að Adam Thorstensen átti stórleik í marki Stjörnunnar. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:10, Stjörnunni í vil.

Eyjamenn vorum sjálfum sér líkari í síðari hálfleik. Þeir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og komst yfir fyrst, 21:20. Eftir það var ekki aftur snúið að þeirra hálfu. Rúnar Kárason fór á kostum og fleiri einnig.

Stjörnunni vantaði meiri breidd til þess að standast ÍBV snúning. Margir leikmenn liðsins eru fjarverandi. En hrós á þá sem eftir stóðu að gera allt sem hægt var til að velgja leikmönnum ÍBV hressilega undir uggum.

Stjarnan – ÍBV 23:27 (15:10).

Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 7/1, Hergeir Grímsson 6, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 16/2, 40%.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 11/1, Kári Kristján Kristjánsson 5, Janus Dam Djurhuus 4, Gabríel Martinez 3, Arnór Viðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2.
Varin skot: Petar Jokanovic 8/2, 53,3% – Pavel Miskevich 6, 30%.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.