ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarkeppni karla nú í kvöld.
Leikurinn var frekar tíðindalítill en bæði lið sýnu fínan leik. Eyjamenn áttu þó ef eitthvað er fleiri hættuleg færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í venjulegum leiktíma og þurfti því að framlengja.
Stjörnumenn byrjuðu framlenginguna af miklum krafti en náðu þó ekki að rjúfa varnarmúr Eyjamanna. Það var ekki fyrr en á 114. mínútu að dróg til tíðinda þegar hin ungi og efnilegi Eyþór Orri Ómarsson nýtti mistök í vörn Stjörnunnar og náði góðu skoti á markið sem var varið. Óskar Elías Zoega Óskarsson fylgdi vel á eftir og skoraði með bylmingsskoti. En bæði Óskar og Eyþór komu inn á sem varamenn í dag. Óskar á 77. mínútu og Eyþór á þeirri 106.
Stjarnan náði ekki að svara þessu og lokatölur því 1-0 ÍBV í vil. Það er því ljóst að Eyjamenn verða með í 16-liða pottinum en bikarmeistarar Stjörnunnar eru úr leik.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst