Eyjamenn tryggðu sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili í dag með góðum sigri á nýkrýndum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli í dag. Um leið gerðu þeir svo gott sem út um íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna.
Stjarnan komst yfir á 23. mínútu þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, felldi Guðjón Baldvinsson inn í teig Eyjamanna. Hilmar Árni Halldórsson skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og þannig stóð í hálfleik.
Á 62. mínútu jöfnuðu Eyjamenn þegar fyrirliðinn Sindri Snær Magnússon skoraði. Sex mínútum síðar kom Víðir Þorvarðarsson, ÍBV yfir með frábæru skoti rétt utan vítateigs. Lokatölur 2-1.
Þetta var síðasti heimaleikur ÍBV í sumar og jafnframt síðasti heimaleikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Hann hefur hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna. Gunnar á að baki 148 leiki með ÍBV og 62 mörk.
ÍBV sækir Grindavík heim í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn kl. 14.00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.