ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn
Eyja_3L2A1623
Oliver Heiðarsson lék vel í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV vann þjóðhátíðarleikinn gegn lærisveinum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í Njarðvík í gær. Leikið var í Eyjum. Kaj Leo í Bartolsstovu – fyrrum leikmaður ÍBV – skoraði eina mark gestanna í þessum leik.

Oliver Heiðarsson lét til sín taka í síðari hálfleik og skoraði hann tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Eyjamönnum þrjú stig, en seinna mark Olivers kom á 93. mínútu, og var það með þeim hætti að markvörður Njarðvíkur rennur þegar hann er að spyrna frá markinu. Boltinn berst beint á Oliver sem tekur viðstöðulaust skot í stöng og inn.

Góður sigur ÍBV í toppbaráttuslag. Eyjaliðið er nú með 28 stig. Þremur meira en Njarðvík sem er í því þriðja. Á toppnum trónir Fjölnir með 32 stig að afloknum 15 umferðum.

Horfa má á leikinn hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.