Sóknarmaðurinn Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður HK er að öllum líkindum á förum frá félaginu en á Fótbolti.net kemur fram að hann stefni á að spila í Pepsídeildinni á næsta ári. Eyþór Helgi lék með ÍBV síðasta sumar og seinni hluta sumars 2009 en hann segist vera spenntu fyrir því að ganga í raðir Eyjaliðsins.