ÍBV er spáð sigri í 1. deild karla í handbolta í vetur í spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna í deildinni. ÍBV fékk 165 stig í kjörinu en Stjarnan varð í öðru sæti með 158. ÍR var svo í þriðja sæti með 138. Efsta lið 1. deildarinnar fer beinustu leið upp í úrvalsdeild á meðan liðin í öðru, þriðja og fjórða sæti fara í umspil ásamt næst neðsta liðinu í úrvalsdeild.