Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka.
Öll uppsjávarskip félagsins, Sigurður VE, Heimaey VE, Álsey VE og Suðurey VE, tóku þátt í veiðunum með samvinnu sín á milli á miðunum, en mest var veitt af makrílnum í Smugunni, og einungis minni hluti aflans var veiddur í íslenskri lögsögu.
Nú er stutt á milli vertíða en Sigurður VE kom með fyrsta norsk-íslenska síldarfarminn, 1125 tonn, til Þórshafnar í gær og Heimaey VE fór frá Vestmannaeyjum á sama tíma til síldarveiða. Áhafnir Suðureyjar og Álseyjar fara nú á bolfiskveiðar á Sigurbjörgu VE og munu Heimaey og Sigurður sjá um veiðar á norsk-íslensku síldinni.
Af fésbókarsíðu Ísfélagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst