Ísfélag Vestmannaeyja kaupir útgerð Dala-Rafns
Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur gert samning um kaup á öllum hlutabréfum í útgerðarfélaginu Dala-Rafni ehf. sem gerir út togbátinn Dala-Rafn VE 508. Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 2007. Aflaheimildir félagsins á yfirstandandi fiskveiðiári eru tæp 1.600 þorskígildistonn. Í fréttatilkynningu frá Ísfélaginu segir að kaupin séu liður í hagræðingaraðgerðum Ísfélags Vestmannaeyja hf., ekki síst í kjölfar sífellt aukinnar skattheimtu stjórnvalda á útgerðarfélög. Segir í fréttatilkynningunni að skattlagning sé komin út yfir öll mörk þess sem getur talist sanngjarnt og eðlilegt.
Með kaupunum styrkir Ísfélagið mjög veiðar og vinnslu félagsins á bolfiski. Ísfélagið rekur fjölþætta fiskvinnslu í Vestmannaeyjum og á �?órshöfn. Félagið gerir út 6 skip og hefur eitt í smíðum í Tyrklandi.
�?að er mikið ánægjuefni að þegar eigendur Dala-Rafns ehf. ákváðu að hætta útgerð eftir tæplega fjögurra áratuga farsælan rekstur þá leituðu þeir til útgerðar í heimabyggð og lögðu kapp á að aflaheimildirnar og störfin færu ekki frá Vestmannaeyjum. Samstaða og viðhorf heimamanna skiptir öllu máli þegar standa þarf vörð um grunnstoðir atvinnulífsins á landsbyggðinni og þar með samfélagið allt.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á landinu, stofnað1. desember árið 1901. Félagið er burðarás í atvinnulífi í Vestmannaeyjum og á �?órshöfn.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.