Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi
30. ágúst, 2024
Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182
Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag.

Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 milljónir dala eða um 2,5 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2023.

Þegar helstu niðurstöður úr rekstrarreikningi tímabilsins eru færðar yfir í íslenskar krónur á meðalgengi fyrstu 6 mánuði ársins 2024 (138,24) voru rekstrartekjur félagsins 9,4 milljarðar króna, rekstrarhagnaður 815,6 milljónir króna, hagnaður eftir skatta 38,7 milljónir króna og EBITDA 1,83 milljarðar króna.

Sé staða á efnahag félagsins þann 30.6.24, færð í íslenskar krónur á lokagengi tímabilsins (139,09), eru heildareignir 106,4 milljarðar króna, fastafjármunir 92,6 milljarðar króna og veltufjármunir 13,7 milljarðar króna. Eigið fé í lok annars ársfjórðungs 2024 var 74,5 milljarðar króna og skuldir og skuldbindingar 31,9 milljarðar króna.

Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra Ísféalgsins í tilkynningu að  í lok júlí hafi Sigurbjörg, nýr togari félagsins komið til landsins og er verið að búa hann til veiða. Þá segir hann að bundnar séu miklar vonir við að skipið verði fengsælt og beri að landi úrvals hráefni.

„Það fylgir útgerð nýs skips að eldri skip hverfa úr rekstri og því hefur togaranum Ottó N. Þorlákssyni verið lagt og til stendur að hætta útgerð Jóns á Hofi í haust.

Eftir þessar breytingar munu frystitogarinn Sólberg og Sigurbjörg veiða bróðurpartinn af bolfiskkvóta félagsins en auk þeirra gerir félagið út krókabátinn Litlanes.

Í vor var tekin ákvörðun um að hætta fiskvinnslu félagins í Þorlákshöfn og verður henni lokað í september. Ástæðurnar eru, eins og áður hefur komið fram, annars vegar að félagið hefur ekki nægar aflaheimildir til þess að vera með bolfiskvinnslu á þremur stöðum og hins vegar aflabrestur í humarveiðum.

Annar ársfjórðungur er yfirleitt sá ársfjórðungur þegar umsvifin eru hvað minnst í rekstrinum og þá er tíminn notaður til að sinna nauðsynlegu viðhaldi um borð í skipum og í landi.

Birgðir félagsins minnkuðu á tímabilinu og verð á mörkuðum hefur almennt verið ágætt.

Heildarafli skipa félagsins á fyrri helmingi ársins var 25.900 tonn samanborið við tæp 81.200 tonn á sama tímabili í fyrra og framleiddar afurðir voru 14.700 tonn samanborið við 31.300 tonn í fyrra.

Í júní komu fram tillögur Hafrannsóknastofnunar um kvóta fyrir næsta ár í flestum nytjastofnunum. Það voru vonbrigði að sjá ekki tillögur um meiri aukningu í þorskkvótanum og ég verð að viðurkenna að minni úthlutun í íslensku síldinni kom mér mjög á óvart.

Ég vil því nota þetta tækifæri og benda enn og aftur á brýna nauðsyn þess að auka hafrannsóknir. Þannig bætum við þekkingu okkar á lífríkinu í hafinu og minnkum þar með óvissuna um afrakstursgetu nytjastofnanna. Minni óvissa leiðir til þess að unnt er að taka betri og nákvæmari ákvarðanir um sjálfbærar veiðar úr fiskistofnunum.“

segir Stefán Friðriksson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst