Ísland-Frakkland í dag kl. 19:00

Stelpurnar okkar eiga leik á EM í dag kl. 19:00, leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV og fyrir leik hefst útsending frá EM stofunni kl. 18:15.

Þetta er lokalekur Íslands í riðlinum og sá erfiðasti, Frakkaliðið er mjög sterkt og þeim hefur verið spáð sigri á mótinu.

Þó gæti 0-0 jafntefli eða tap dugað Íslandi til að komast upp úr riðlinum, en það veltur á öðrum leikjum riðilsins. Ef leikur Belga gegn Ítölum fer 0-0 þá kemst Ísland áfram á flestum mörkum skoruðum í innbyrðis viðureignum.

Ísland gæti tæknilega séð tapað 10-0 í kvöld en samt farið áfram ef hinn leikurinn endar markalaus. Við vonumst því eftir engum mörkum í leik Belgíu og Ítalíu í kvöld.

ísland gerði 1-1 jafntefli við bæði belgíska liðið og það ítalska.

Ef stelpurnar okkar komast áfram, þá er ljóst að við mætum liði Svíþjóðar í átta-liða úrslitunum.

Tölfræði fengin á vef fótbolti.net
Mynd: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.