Jafnteflið gegn HK kveikir vonir
29. ágúst, 2023

Her­mann Hreiðars­son, þjálf­ari ÍBV og liðið allt hafði ástæðu til að fagna eftir 2:2 jafn­tefli við HK í Kópavogi í Bestu deild karla í gærkvöldi. Eyjamenn lentu 2:0 undir en gáfust ekki upp og náðu að jafna undir lok uppbótartíma.  Gott innlegg í baráttuna framundan en á brekkan er brött.

Eyjamenn í fallsæti með 18 stig en stutt í næstu þrjú lið. Vandamálið hefur verið að skora mörk en vonandi losnaði um þann hnút í gær. Næsta prófraun er KR heima á laugardaginn. Sigur í þeim leik væri gott veganesti inn úrslitakeppnina sem þá er framundan.

„Það eru 18 stig í pott­in­um og við vit­um það að þessi leik­ur í dag nær­ir okk­ur eins og sig­ur. Við för­um bratt­ir inn í næsta leik, við erum að fá menn úr meiðslum og það eru nýir menn að kom­ast meira inn í þetta. Breidd­in er því meiri hjá okk­ur og við för­um með rosa­lega orku inn í lokakafl­ann og ætl­um okk­ur að halda okk­ur uppi,” sagði Hermann við mbl. eftir leikinn í gær. Telur hann ÍBV eiga góða möguleika gegn KR.

Myndina tók Sigfús Gunnar í leik ÍBV og HK á Hásteinsvelli fyrr í sumar.

 

L Mörk Stig
Víkingur R. 21 62:18 56
Valur 21 49:24 42
Breiðablik 21 44:34 38
Stjarnan 21 42:25 31
FH 20 39:41 31
KR 21 27:34 31
HK 21 36:44 25
KA 20 27:38 25
Fylkir 21 28:44 20
Fram 21 30:44 19
ÍBV 21 22:41 18
Keflavík 21 20:39 12

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.