Stór hluti af undirbúningi jólanna felst í því að gefa með sér og gefa þeim sem minna mega sín. Allir nemendur í 1. – 7. bekk Grunnskólans á Hellu tóku þátt í verkefninu Jól í skókassa á vegum KFUM og K með aðstoð umsjónarkennara og foreldrabekkjartengla. Nemendur skólans skiluðu samtals inn 125 kössum sem munu vafalaust gleðja mörg börn um jólin í Úkraínu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst