Í þriðja sinn mun Bókasafn Vestmannaeyja bjóða upp á Jólasveinaklúbb. Bókafjörið hefst á morgun og stendur til 19. desember. Á þessum tíma geta börn frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk Grunnskólans gengið í Jólasveinaklúbb Bókasafns Vestmannaeyja.
Þátttakendur velja sér jólabók/jólabækur á Bókasafninu og lesa að minnsta kosti 10 sinnum, í að lágmarki 10 mínútur í hvert sinn. Fyrir yngri börnin mega foreldrarnir lesa bækurnar. Þau sem eiga jólasveinaskírteini geta notað þau en þau sem eru ný í klúbbnum fá jólasveinaskírteini við skráningu í klúbbinn. Ef þau sem hafa tekið þátt áður hafa týnt skírteininu sínu geta þau að sjálfsögðu fengið nýtt. Allir fá „lestrarhest“ við skráningu sem fylltur er út og skilað inn á safnið í síðasta lagi 19. desember. Þau sem skila inn útfylltum lestrahesti fá glaðning frá Bókasafninu.
20. desember er öllum börnum frá leikskólaaldri og upp í 4. bekk boðið til jólaveislu á Bókasafninu og það er aldrei að vita nema að jólasveinn kíki í heimsókn. Nánar auglýst síðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst