Jólasveinaklúbbur Bókasafns Vestmannaeyja býður öllum börnum bæjarins til jólaskemmtunar í Safnahúsinu fimmtudaginn 20 desember kl. 16-17. Dagskráin hefst með upplestri Einsa Kalda á hinni sígildu bók Þegar Trölli stal jólunum, öll börn sem mæta geta tekið þátt í happdrætti, dansað verður í kringum jólatré við undirleik Jarls Sigurgeirssonar og jólasveinninn ætlar að kíkja í heimsókn með glaðning. Þetta er í þriðja sinn sem við bjóðum upp á Jólasveinaklúbbinn og er hann hugsaður sem framlag Bókasafnsins til aukins lestur yngri barna.
Allir hjartanlega velkomnir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst