Kæru Vestmannaeyingar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Halla Hrund Logadóttir skrifa
15. nóvember, 2024
Sigurdur Halla Min
Sigurður Ingi Jóhannsson og Halla Hrund Logadóttir

Senn líður að kosningum, og við í Framsókn höfum lagt okkur fram um að vera traustur bandamaður í framþróun Vestmannaeyja. Með samvinnu og skýrum markmiðum höfum við náð árangri í málum sem skipta samfélagið hér lykilmáli.

Við upphaf kjörtímabilsins lögðum við áherslu á að rafvæða Herjólf, tryggja að stjórn hans væri í höndum heimamanna frekar en utanaðkomandi aðila, tryggja að sama gjald yrði frá Þorlákshöfn og Landeyjahöfn og greina þörf úrbóta í Landeyjahöfn. Þessi verkefni hafa tekist vel en enn er verk að vinna. Framundan eru mikilvæg verkefni sem geta umbylt samgöngum til Vestmannaeyja. Nýlega tók ég á móti niðurstöðum starfshóps sem ég setti af stað til að kanna fýsileika jarðganga til Vestmannaeyja. Hópurinn lagði til  þrepaskiptar rannsóknir á jarðlögum. Þetta eru sannarlega góðar og jákvæðar fréttir sem veita mér þá von í brjósti en samgöngur eru baráttumál mitt eins og þið þekkið, að nú hylli í áhugaverðan kost sem gæti bætt samgöngur svo um munar og gert búsetu í Vestmannaeyjum enn hagstæðari.

Á sama tíma og slík göng myndu að öllum líkindum gjörbylta samgöngum og auðvelda innviðauppbyggingu, svo sem í vatnsveitu, raforkuflutningi og ljósleiðaratengingum þá er alveg ljóst að slíkt verkefni krefst vandaðrar greiningar og samstöðu. Því er mikilvægt að horfa til þessa möguleika af alvöru og að fyrsti áfangi fari af stað sem fyrst.

Við trúum því að þessi skref, ásamt áframhaldandi vinnu, muni styrkja samfélagið og auðvelda bæði daglegt líf íbúa og þróun atvinnulífs á svæðinu til framtíðar.

Vatnsöryggi og grunnstoðir samfélagsins

Í því samhengi viljum við nefna mikilvægi almannavarnavatnslagnar til eyjanna, sem hefur verið eitt af áherslumálum Framsóknar. Fjármagn hefur verið tryggt til verksins með aðkomu ríkisins. Vatnsöryggi er undirstaða samfélagsins.

Heilbrigðisþjónusta sem stendur undir væntingum

Á sviði heilbrigðismála höfum við einnig náð árangri. Í dag koma fleiri sérfræðingar reglulega til eyja en áður og kostnaður við þjónustu hefur verið lækkaður á ýmsum sviðum, sem skiptir miklu máli fyrir íbúa. Samt sem áður eru fram undan verkefni sem snúa að því að styrkja grunnþjónustu í heilbrigðismálum.

Heilbrigðisráðherra hefur þegar lagt áherslu á að koma á hvötum fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til að starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Það næsta sem þarf að gera er að hrinda þessum hvötum í framkvæmd til að tryggja öryggi samfélagsins enn frekar. Þetta á ekki síst við um þjónustu við verðandi mæður, sem skiptir höfuðmáli fyrir fjölskyldur í Vestmannaeyjum.

Samfélag í fararbroddi

Við sjáum öflugt og samheldið samfélag Eyjamanna vera í fararbroddi á mörgum mikilvægum sviðum og leggja áherslu á að hlúa að sínu fólki. Verkefni á borð við Kveikjum neistann og Karlar í skúrum eru einstök dæmi um frumkvæði sem aðrir samfélagshópar gætu tekið sér til fyrirmyndar.

Æskulýðsstarf í Vestmannaeyjum er einnig til fyrirmyndar og hefur náð ótrúlegum árangri miðað við höfðatölu. Þetta sýnir hversu mikinn kraft og metnað Eyjamenn leggja í uppbyggingu framtíðarkynslóða. Þessi árangur hlýtur að vera metinn sem afrek í alþjóðlegu samhengi sem dæmi um það hvernig lítil, samheldin samfélög geta skarað fram úr.

Orkumál – sanngirni og öryggi fyrir alla

Við sjáum brýna þörf á að styrkja innviði í orkumálum til að tryggja öryggi og sanngirni fyrir bæði heimili og atvinnulíf. Mikilvæg skref hafa þegar verið tekin, meðal annars með samþykkt nýrrar kerfisáætlunar undir forystu nýs oddvita okkar í kjördæminu. Hún felur í sér nauðsynlegar flutningslínur sem Landsnet getur nú ráðist í. Þessar línur munu koma í veg fyrir skerðanlegan flutning sem hefur haft neikvæð áhrif á atvinnulíf og samfélög. Framsókn mun leggja mikla áherslu á framgang þessara framkvæmda.

Auk þess hefur hækkandi orkukostnaður valdið áhyggjum hjá heimilum um allt land. Hér þarf að endurskoða hitaveitulög með það að markmiði að bæta eftirlit, sem nú er á hendi ráðherra orkumála, og tryggja jafnvægi í kostnaði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Enn fremur er brýnt að gera nauðsynlegar lagabreytingar til að tryggja að almenningur hafi forgang á raforku. Þetta er lykilatriði í að draga úr þeim ójöfnuði sem landsbyggðin hefur lengi búið við.

Traust fyrir framtíðina

Við í Framsókn viljum halda áfram að láta verkin tala. Þið getið treyst því að við verðum áfram öflug rödd landsbyggðarinnar og munum vinna að því að tryggja bjarta framtíð Vestmannaeyja.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson og Halla Hrund Logadóttir
Formaður Framsóknar og oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst