Vestmannaeyjar voru í júní miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Notaðir eru tveir fjarstýrðir kafbátar hlaðnir hátæknibúnaði sem taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Héðan héldu þeir 16. júní til móts við breskt rannsóknaskip þaðan sem þeir lögðu upp í leiðangur suður eftir Atlantshafinu. Leiðangrinum lýkur á Harriseyju í Skotlandi og þá hafa bátarnir lagt 3000 km að baki á einni og sömu rafhlöðunni. Ferð bátanna gengur vel og eru þeir komnir vel áleiðis eins og myndin sýnir
„Þetta hefur verið í deiglunni í tvö ár en upphafið var að Breska hafrannsóknarstofnunin hafið samband við Háskóla Íslands sem vísaði á Vestmannaeyjar. Bretarnir töluðu svo við okkur,“ sagði Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja. „Ég sagði að Vestmannaeyjar væru langsbesti staðurinn, öflugt bæjarfélag við andyri alls Norður Atlantshafsins. Mikil tækniþekking og reynsla til staðar og á hverju strái eldklárir rafvirkjar og tæknimenn. Alltaf til þjónustu reiðubúnir komi eitthvað upp á. Ég sendi þeim skýrslu og síðasta haust komu Ed Chaney og Peter Lambert frá Bretlandi og leist vel á. Bátarnir eru komnir og farnir og þeim fylgdu fimm vísindamenn til að setja bátana saman og sjá um að allt væri í lagi.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.