Karl Ágúst, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey.
1.maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt efni fyrir plötuna, sem inniheldur lög bæði á íslensku og ensku.
hOFFMAN stígur næst á svið þann 10. maí á Dillon, þar sem þeir munu frumflytja nýtt efni ásamt vel völdum eldri lögum, nú með Kalla á trommum, segir í tilkynningu frá sveitinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst