Hátíðin samanstendur af tónleikum og hátíðarhöldum í Alsace-héraði og mun kórinn meðal annars halda tónleika í kirkju heilags Tómasar í Strasbourg. �?etta er í fyrsta skipti sem Kammerkór Suðurlands tekur þátt í hátíðinni en Diddú hefur verið árlegur gestur þarna síðan hún fór fyrst á hátíðina með Skálholtskórnum árið 1998. Gunnar �?órðarson hefur samið nýtt verk fyrir kórinn, Ave Maria, sem er fyrir kór og einsöngvara og verður það frumflutt á tónleikum í Versölum í �?orlákshöfn í kvöld, fimmtudagskvöld og hefjast þeir kl. 20:00. Efnisskrá kórsins er afar fjölbreytt og inniheldur perlur úr ýmsum áttum eftir fjölmörg tónskáld.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst