Bæjarstjórn áformar að flytja bókasafnið í nýtt húsnæði fyrir 650 milljónir (sem ætti þá að enda í milljarði þegar upp er staðið). Hver ástæðan er fyrir því liggur ekki fyrir annað en þau skilaboð að gamla húsnæðið verði „menningarsalur fyrir sveitarfélagið“.
Forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka og einkageirinn hvísla nú sín á milli hvort þeirra salir séu ekki sæmandi almennilegu kampavínsboði bæjarfulltrúanna og því talið að nauðsynlegt sé að bærinn sjálfur komi upp og reki eigin kampavíns- og menningarsal. Vissulega er gaman fyrir bæjarfulltrúa að innrétta ný hús, kaupa fallegt skraut og snaga og að lokum birta færslur af sér á Instagram.
Tengt hvísl fjallaði um gagnrýni Páls Magnússonar á ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að bæta við nýjum sal í Þjóðleikhúsinu: Kastar steinum úr glerhúsi – Eyjafréttir.
Hér er listi yfir óboðlega kampavíns- og menningarsali og annað þvíumlíkt í Eyjum:
Eftirskólaúrræði fyrir börn með fötlun er lögbundin skylda bæjarfélagsins, en sú starfsemi á að vera í boði þegar skóla líkur og þegar enginn skóli er (sem er nú megnið af árinu). Stór skref þarf að taka í málaflokknum öllum og bæjarfulltrúa sem horfa á málið með víðlinsu. Niðurstaðan er hinsvegar sú að gamla gluggalausa vínbúðin niðri á Strandvegi er látin duga.
Skál fyrir því!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst