Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntun við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Einnig var lagt hald á búnað til ræktunar. Húsráðandinn var færður til yfirheyrslu vegna málsins og viðurkenndi aðild að málinu. Talið er að fleiri tengist ræktuninni og er málið í rannsókn.