Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag 19 manna leikmannahóp sinn fyrir Evrópumótið í handbolta í janúar. Hópurinn verður skorinn niður um þrjá leikmenn fyrir fyrsta leik. Fjórir línumenn eru í höpnum og líklegt má teljast að fækkað verði í þeirri stöðu fyrir mót. Kristján Örn Kristjánsson og Elliði Snær viðarsson voru ásamt Kára í 28 mann hópi en það er sá hópur sem Guðmundur getur alltaf kallað inn á meðan á mótinu stendur. Evrópumótið hefst í Svíþjóð, Noregi og Austurríki þann 9. janúar næstkomandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Danmörku þann 11. janúar.
Hópur Íslands er svona (leikja- og markafjöldi í sviga):
Markverðir:
Viktor Gísli Hallgrímsson (9/0)
Ágúst Elí Björgvinsson (31/0)
Björgvin Páll Gústavsson (211/13)
Vinstra horn:
Guðjón Valur Sigurðsson (356/1.853)
Bjarki Már Elísson (63/141)
Vinstri skytta:
Ólafur Andrés Guðmundsson (115/217)
Aron Pálmarsson (141/553)
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson (26/80)
Janus Daði Smárason (37/41)
Haukur Þrastarson (12/15)
Hægri skyttur:
Alexander Petersson (174/418)
Viggó Kristjánsson (2/3)
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson (105/311)
Sigvaldi Guðjónsson (20/37)
Línumenn:
Kári Kristján Kristjánsson (137/162)
Arnar Freyr Arnarsson (45/65)
Sveinn Jóhannsson (7/14)
Ýmir Örn Gíslason (33/14)
Varnarmaður:
Daníel Þór Ingason (30/9)




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.