Karlalið ÍBV áfram í bikarnum - Gary Martin með þrennu
mbl.is/ Kristinn Magnússon

Í dag léku Eyjamenn við Grindvíkinga í bikarkeppninni. Leikurinn fór fram í Grindavík og var talsverð spenna fyrir leiknum enda liðunum báðum spáð velgengni í 1. deildinni í ár.

Eyjamenn höfðu yfirburði á öllum sviðum og lauk leiknum með 5-1 sigri Eyjamanna. Gary Martin skoraði þrennu og Telmo, besti leikmaður síðasta tímabils, skoraði tvö. Grindvíkingar náðu að klóra í bakkann með góði marki beint úr aukaspyrnu á síðustu mínútunum sem Halldór Páll Geirsson markmaður ÍBV náði ekki að verja.

Byrjunarlið ÍBV var í dag skipað ungum leikmönnum í bland við reynslumeiri. Það er hvalreki fyrir lið spilandi í 1. deild, að vera með leikmenn eins og Bjarna Ólaf Eiríksson fyrirliða og Gary Martin. Slíkt er frábært tækifæri fyrir yngri leikmenn til þess að læra af. Blaðamanni Eyjafrétta reiknast til að a.m.k. 11 fæddir og uppaldir Eyjamenn hafi komið til sögu í leiknum í dag og einhverjir til viðbótar voru ónotaðir á bekknum.

Strax eftir leikinn var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppninnar og mætir ÍBV þar Tindastóli frá Sauðárkróki á Hásteinsvelli. Ekki er komin nákvæm tímasetning á leikinn er hann verður spilaður á tímabilinu 23-25. júní.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.