Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlega um land allt í gær og sjómönnum fagnað. Mikil og skemmtileg dagskrá var í boði hér í Eyjum og var sjómönnum fagnað yfir helgina. Við hjá Eyjafréttum náðum tali af nokkrum konum sjómanna og fengum að spyrja nokkurra spurninga varðandi fjölskyldulífið.
Nafn: Thelma Hrund Kristjánsdóttir
Aldur? 38 ára.
Fjölskylda? Gift Daða Ólafssyni og saman eigum við þrjú börn, Kamillu 11 ára, Kristel 9 ára og Rökkva 6 ára.
Hversu lengi hefur þú verið sjómannsfrú? Það eru komin 13 ár en Daði hefur þó alltaf verið á sjó á sumrin og skotist einhverja túra yfir veturinn með skólanum frá því að við kynntumst fyrir 18 árum.
Á hvaða skipi er maki þinn? Hann vinnur hjá Ísfélaginu og er einmitt að sækja nýja Heimaey VE til Danmerkur þessa stundina.
Kynnist þið þegar maki er á sjó? Við kynnumst í Háskólanum í Reykjavík þá var hann námsmaður en alltaf á sjó á sumrin.
Hefur maki þinn alla ykkar tíð verið á sjó? Svona í og með já.
Hvernig hefur gengið að samræma sjómennsku og fjölskyldulíf? Það hefur yfirleitt gengið mjög vel, enda Daði einstaklega liðtækur í heimilisstörfum þegar hann er í landi.
Helstu kostir sjómennskunnar? Yfirleitt eru góð frí í kringum jól og oft á vorin sem við reynum að nýta vel.
Helstu gallar sjómennskunnar? Þegar úthaldið er langt og jafnvel landað á Þórshöfn á Langanesi til lengri tíma þá getur komið fyrir að hann sé frá töluvert lengi.
Eruð þið með hefð um sjómannahelgina? Já, við förum alltaf á hátíðarhöldin á bryggjunni á laugardeginum þar sem Daði tekur þátt í róðrakeppninni ásamt vinum sínum, síðan röltum við í Klettinn þar sem krakkarnir fá að velja sér nammi, því næst hittist vinahópurinn á einhverjum af frábæru veitingastöðunum hér í bæ. Á laugardagskvöldinu hittum við áhöfnina og förum saman á skemmtunina uppi í Höll. Að lokum er alltaf hátíðlegt að enda helgina á hátíðarhöldunum á Stakkó á sunnudeginum.
Eitthvað að lokum? Innilegar hamingjuóskir með daginn ykkar kæru sjómenn!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.