Kostnaðar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði um 39%
Mikið hefur verið byggt í Vestmannaeyjum á síðustu árum og skortur á byggingalóðum.

Staða fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Silja Rós Guðjónsdóttir umsjónarfélagsráðgjafi gerði grein fyrir stöðu fjárhagsaðstoðar árið 2022.
Kostnaðar Vestmannaeyjabæjar vegna framfærsluaðstoðar lækkaði á milli áranna 2021 og 2022 um 39%. Helsta ástæða þess var markviss vinna við að aðstoða vinnufæra aðila í vinnu/virkni og þeim sem eru óvinnufærir í endurhæfingu/örorku. Við þetta fækkaði aðilum sem voru á endurtekinni framfærsluaðstoð. Atvinnuátak, gott samstarf við Vinnumálastofnun, stofnanir og fyrirtæki hjálpuðu mikið til. Ráðið þakkar kynninguna og fagnar þessu markvissa átaki sem hjálpað hefur mörgum við að bæta félagslega- og fjárhagslega stöðu þeirra.

Nýjustu fréttir

Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.