
Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks karla ÍBV hefur tekið þá ákvörðun um að hætta þjálfun liðsins eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag. Leikmönnum var tilkynnt um þetta eftir æfingu liðsins fyrr í dag.
Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði í efstu deild.
Undir hans stjórn tókst ÍBV að landa fyrsta titli sínum í 19 ár þegar bikarmeistaratitill vannst 2017 sem færði liðinu sæti í Evrópukeppni en þar tók ÍBV síðast þátt 2013. Ásamt því að landa titli og koma á stöðugleika þá hefur Kristján gefið mörgum ungum uppöldum leikmönnum tækifæri á að stíga sín fyrstu skref í efstu deild.
Knattspyrnuráð ÍBV þakkar Kristjáni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í hans næstu verkefnum




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.