Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Kristmundur Axel kemur fram á Hljómey í ár.

Skipuleggjendur Hljómeyjar hafa tilkynnt þriðja listamanninn sem fram kemur á hátíðinni í ár og er það tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel. Í tilkynningunni kemur einnig fram að nú séu alls 14 listamenn staðfestir á hátíðina í ár og von sé á frekari tilkynningum á næstu dögum.

Kristmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og vakti nýverið athygli fyrir lag sem hann gaf út í samstarfi við GDRN. Hann er þekktur fyrir sterka sviðsframkomu og kraftmikla tónlist og telja skipuleggjendur hann falla einstaklega vel að stemningu Hljómeyjar.

Hljómey fer fram þann 24. apríl næstkomandi og hefst miðasala föstudaginn 6. febrúar á midix.is. Fram kemur að færri miðar verði í boði en í fyrra og því sé líklegt að miðasalan gangi hratt fyrir sig.

Hátíðin er haldin nú í fjórða sinn og hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.

Nýjustu fréttir

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.