Kúluhúsið hýsir nú sögufrægan bar
3. september, 2023

Lifnað hefur yfir Kúluhúsinu að Vesturvegi 18 sem hefur fengið nýjan tilgang og hýsir nú fornfrægan bar úr Súlnasal á Hótel Sögu. Sigrún Axelsdóttir og Sigurður Viggó Grétarsson voru ekki lengi að stökkva á barinn og festa kaup á honum. Þau opnuðu Street Food Súlnasalur í Kúluhúsinu fimmtudaginn fyrir Þjóðhátíð.  

Nú er hægt að fylgjast með boltanum á áttatíu og fimm tommu sjónvarpi sem kom upp síðustu helgi og gæða sér á heitum réttum, en á matseðlinum er plokkfiskur og humarsúpa frá Grími kokki og kjötsúpa og lasagne frá Sláturfélagi Suðurlands. Þau stefna að því að vera með lifandi tónlist og þá er hægt að mæta til þeirra í drykk og pílu um helgar. Möguleiki gefst á því að leiga út salinn fyrir veislur og viðburði. 

„Ég var búinn að sjá að það voru tvær svona Street Food í Reykjavík og hvað það var mikið að gera hjá þeim og okkur fannst bara vanta Street Food hérna í Eyjum” segir Sigurður. „Ég held að það hefur líka alveg vantað svona sportbar hingað. Fólk getur komið og fengið sér eitt vínglas í rólegheitunum án þess að fara í einhver ægileg læti.”  

Sjálf eru þau Sigrún og Sigurður búsett á Selfossi en verja miklum tíma í Eyjum og hafa verið þar í mest allt sumar. „Fólk er svo almennilegt hérna, þetta er allt voða þægilegt” segir Sigurður. 

Einstakur hljómburður 

Sigurður segir tilvalið að horfa á Ensku úrvalsdeildina á Street Food vegna hljómburðarins sem sé einstakur þar sem að húsið er hringlaga. Sólin skín aldrei inn og því er hægt að horfa á sjónvarpið liðlangan daginn án þess að það glampi á það. „Svo segja þeir líka að kassi hann hendir hljómnum fram og til baka, en hljóðið fer öðruvísi um kúlu” segir Sigrún. 

„Þegar við kaupum þá eru bara dyrnar hérna inn að framan og einar bakvið til að taka við vörum. Við erum búin að setja fjóra stóra neyðarútganga hérna sitt hvoru megin við til að opna glugga og fá loftræstingu og allt það. Þannig að við erum búin að vinna alveg helling í húsinu fyrir utan það að laga það til. Við erum búin að bæta það mikið” segir Sigurður, en þá er líka búið að bæta við salernis- og eldhúsaðstöðu, ásamt því að klæða húsið að utan og fá litað gler í gluggana. 

Verða með lifandi tónlist 

„Það gekk mjög vel um Verslunarmannahelgina en eftir það hefur verið frekar rólegt hjá okkur” segir Sigrún. „Ég hringdi í Ingó og fékk hann til að spila hérna og það voru alveg 400 manns hérna inni á fimmtudagskvöldið. Það var rosa veisla sko. Við viljum endilega vera með lifandi músík af og til. Eins líka ef það eru Eyjamenn sem vilja koma og troða upp þá er þeim velkomið að gera það. Það er ábyggilega fullt af fólki hér í Eyjum sem hefur gaman að því að koma og spila gítar og halda smá partý” segir Sigurður. 

Endar á Þjóðminjasafninu 

„Ég sá hann bara auglýstan og sagði við Sigrúnu að við þyrftum að drífa okkur í bæinn og kaupa barinn. Hann alveg smellpassar hérna inn eins og hann hafi verið hannaður fyrir það. Þetta er einn frægasti bar sem hefur verið. Það hafa allir þjóðarleiðtogar og nær allir komið hérna [í Súlnasal] í veislur” segir Sigurður. 

Sigurður segir þau hafa fengið barinn á fínu verði en að það hafi verið margir sem sáu ekki fram á að geta tekið hann niður og sett aftur upp. Honum fannst atriði að bjarga barnum frá því að einhver annar hefði keypt hann, sem væri ekki með nægilegt pláss fyrir hann, og hefði byrjað að búta barinn í sundur til að koma honum fyrir. „Þessi bar tilheyrir sögunni og á eftir að fara á Þjóðminjasafnið einhvern tímann. Þetta er svoleiðis gripur. Hann er bara hluti af okkar menningu.” 

„Þessi bar lítur líka það vel út því það var aldrei setið við hann og þess vegna er hann svona heillegur að framan. Það var bara komið og fengið sér einn og sest svo niður í sal” segir Sigurður, en það er enginn fótskemill á barnum. „Hann kostaði eitthvað um 400 þúsund árið 1962, en 1966 kostaði nýr Bronco 200 þúsund. Þú sérð hvað hann hefur kostað. Eins og tveir Bronco-ar fjórum árum seinna. Nýr Bronco kostar 15 til 20 milljónir núna. Þannig að þetta hafa verið 30 til 40 milljónir, smíðin á þessu öllu. Þetta hafa verið alveg svakalegir peningar ” 

Var ekkert mál að koma honum til Eyja? „Það var mikil vinna. Fyrst pantaði ég stærsta sendibíl Bílaleigu Akureyrar og þá var hann of lítill og hann stóð aftur úr honum. Síðan var leiðinda veður í byrjun árs, og svo þurfti auðvitað að rífa hann allan niður og pakka honum í kúluplast. Hann er svo svakalega stór” segir Sigurður og bætir Sigrún við að hann sé miklu stærri en augað segir og að hann hafi tekið nánast hálft húsið. 

Einhver skilaboð til Eyjamanna? „Bara, boltinn um helgar. Enski boltinn og allt í beinni hérna. Við reynum að hafa létt og þægilegt andrúmsloft” segir Sigurður að endingu.

Hluti af setuaðstöðunni.
Sigurður Viggó Grétarsson og Sigrún Axelsdóttir.
Hægt er að kíkja í pílukast.
Barinn úr Súlnasal er frá árinu 1962.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst